Loftmyndaflug
Loftmyndir ehf. er eini aðilinn á Íslandi sem á og rekur búnað til loftmyndatöku. Fyrirtækið getur því boðið loftmyndatöku með stuttum fyrirvara allt árið.
Frá árinu 1996 hafa Loftmyndir árlega tekið myndir í eigið safn. Í safninu eru nú til myndir af öllu Íslandi og tímaseríur af ýmsum svæðum sem flogin hafa verið reglulega. Yfirlit yfir flug hvers árs má nálgast í tenglunum hér.
Flogið er í mismunandi flughæðum en greinihæfni og gæði myndanna er í beinu sambandi við flughæð:
Lágflug: 4.500 ft (~1400 m). Öll þéttbýlin og stærri sumarbústaðasvæði eru mynduð með lágflugi.
Miðflug: 10.000 ft (~3000 m). Dreifbýli, láglendi og allt hálendið eru flogin í þessari hæð.
Loftmyndir ehf. viðhalda safni sínu og endurnýja myndir með reglubundnum hætti. Allir þéttbýlisstaðir og stærri sumarbústaðasvæði eru flogin á 1-4 ára fresti, dreifbýli/láglendi á 3 – 10 ára fresti og hálendi á 15 – 20 ára fresti. Alls er áætluð árleg endurnýjun um 8.000 km2.
Loftmyndir og myndkort
Myndkort með 10 – 25 sentimetra upplausn eru nú til í gagnagrunni Loftmynda af öllu landinu að Vatnajökli undanskildum.
Myndkortin er notuð af fjölda aðila og notkunarsviðið er breitt enda er grunnur Loftmynda ehf. nákvæmasti kortgrunnur sem til er af Íslandi.
Myndkort er stafræn hnitsett mynd, sem hefur verið teygð og toguð þannig að áhrifa mishæða í landi og linsubjögunar gætir ekki lengur.
Myndkort hefur því öll einkenni korts og má nota til að mæla fjarlægðir og flatarmáli eða til að ákvarða staðsetningu hnita.