Kortasjá
Í dag reka Loftmyndir yfir 130 kortasjár fyrir sveitarfélög, ríki, lagnastofnanir o.fl.
Hluta þeirra er hægt að nálgst hér.
Kortasjána er hægt að aðlaga þörfum hvers viðskiptavinar og þær eru ýmist öllum opnar eða aðgangsstýrðar. Á opinni kortasjá er hægt að sýna gögn sem allir eiga að hafa aðgang að en oft er viðkomandi líka með aðgangsstýrða kortasjá með sömu gögnum en að auki aðrar þekjur sem ekki eiga erindi til allra. Öllum aðgangsstýrðum kortasjám fylgir uppsetningarsíða þar sem eigandi hannar getur stofnað notendur, skoðað tölfræði um notkun ofl.
Loftmyndir hafa þróað við kortasjána viðmót til að lesa inn með reglubundnum hætti gögn viðskiptavina. Þeir geta þá áfram notað sínar lausnir og þurfa ekki að fjárfesta í nýjum hugbúnaði eða þekkingu eða breyta neinu sín megin heldur aðlagar kortasjáin sig að þeirra gagnamódeli. Loftmyndir hafa þróað ýmsar sérlausnir ofan á aðgangsstýrðu kortasjárnar eins og möguleika á að senda SMS, skráning og tæming rotþróa og niðurfalla, viðhaldsskráning, myndræn framsetnig þjóðskrárupplýsinga ofl.